Umsókn um atvinnuflugnám

Flugakademía Keilis festi kaup á Flugskóla Íslands fyrr á árinu og er þar með eini flugskóli á landinu sem býður upp á nám til atvinnuflugmanns. Þrátt fyrir kaupin er stefnt á að bjóða upp á bóklegt nám bæði á Ásbrú og á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni, auk þess sem verkleg þjálfun verður í boði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. 

Umsókn um atvinnuflugnám fer fram á heimasíðu Keilis en næst verða teknir inn nemendur í maí og september 2019. 

Inntökukröfur í atvinnuflugnám

  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate).
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakarvottorð (við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun).
  • Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.s
  • Standast Skimun og viðtal sem fer fram í flugakademíu Keilis, þar með talið persónuleikapróf (Psychometric test) og flughæfnispróf (Pilot Aptitude test).

Umskn um atvinnuflugnm

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.