Önnur námskeið í boði

Yfirlit

Keilir Flugakademía – Flugskóli Íslands er með fjöldan allan af sérnámi, prófum og námskeiðum fyrir flugmenn á öllum stigum.  Skólinn býður m.a. upp á annað nám í áfangaskiptu atvinnuflugnámi, flugkennaranám, námskeið í áhafnasamstarfi (MCC) , námskeiði í þotuþjálfun (JOC), næturflugsáritun, ICAO enskumat fyrir flugmenn, viðbótarnámi fyrir flugkennara og námi til fjölhreyfla- og blindflugsréttinda.

Einnig er skólinn með kynnisflug í boði fyrir þá sem þess óska.

Sjá framboð náms, námskeiða og prófa hér að neðan.

 • Skólinn er alþjóðlegur

  Nemendur skólans koma víða að og er því ekki eingöngu bundinn við íslenska námsmenn.  Meginhluti erlendra nemenda er frá Norðurlöndum, auk annara Evrópuríkja.

 • Reynslumiklir flugkennarar

  Skólinn hefur yfir að ráða fjölda kennara, jafnt í bóknámi sem og í verknámi.  Flestir kennarar eru starfandi við fagið sem flugkennarar, atvinnuflugmenn hjá íslenskum og erlendum flugrekendum eða sem sérfræðingar í sínu sviði.

 • Útskrifaðir nemendur

  Sameinaður skóli Keilir Flugakademía-Flugskóli Íslands, hefur útskrifað samanlagt yfir 1200 flugmenn frá árinu 1998, ef miðað er við stofnun Flugskóla Íslands.  Hafa margir nemenda okkar komist í störf við hæfi, jafnt á Íslandi sem erlendis.

Sækja um

Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám ATPL

Bóklegt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 fög sem skiptast niður á tvær annir.  Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.

Námið hefst :

 • Lokað fyrir umsóknum

Verð: 2.000.000 ISK

Sækja um

MCC áhafnasamstarfsnámskeið

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél), þarf nemandinn að læra nýjar venjur og nýjar samskiptareglur. Starfsreglur um borð í slíkum flugvélum, eru ólíkar því þeim flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns. Áhafnasamstarfsnámskeiðið (MCC) er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra.

Í boði er að bæta við áhafnasamstarfsnámskeið, námi til þotuflugs (JOC), en slíkt nám er krafist af stærri flugrekendum sem starfrækja þotur í rekstri sínum.  Einnig verður nýtt námskeið sem heitir APS MCC – Airline Pilot Standard MCC námskeið í boði fljótlega, en það mun taka við af JOC námi.

Næsta námskeið hefst:

 • 20. – 24. april 2020  – Skráning hafin
 • Nemendur í Integrated námi skulu senda póst á Jóhannes Bjarna ( johannesbjarni@keilir.net ) til að skrá sig beint í námið. Aðrir skulu skrá sig í gegnum tengil hér að neðan.

Verð:

MCC áhafnasamstarfsnámskeiðISK 500.000
JOC námskeiðISK 400.000
MCC og JOC samanISK 800.000
APS MCC  – áætlað í apríl 2020ISK 900.000
Sækja um

ICAO Enskumat fyrir flugmenn

Skólinn er með ICAO enskumat reglulega, en það mat er krafist til starfrækslu flugvéla.  Atvinnuflug­menn verða að öðlast að lág­marki 4 starfrækslustig af 6, til að geta starfað í faginu.

Matið sam­an­stendur af eft­ir­far­andi atriðum;

 • Almenn samræða – General conversation .
 • Mat á meðvirkni og skilningi – Assessment of interaction and comprehension .
 • Lýsing á aðstæðum séð á mynd – Description of a situation seen on a photograph .
 • Samræður byggðar á flugtengdum kortum – Discussion based on a aviation related chart/map .
 • Samræður byggðar á veðurupplýsingum – Discussion based on weather information (METAR) .
 • Hlustun og skilningur á enskri tungu – Listening to english and discussion about the topic

Matsmenn í enskri tungu hafa öðlast til þess sér­stök rétt­indi hjá flug­mála­yf­ir­völdum.

Næsti matsdagur er 24.mars 2020.
Staðsetning:  Flatarhrauni 12-14, Hafnarfirði, 2.hæð til hægri.  Matið tekur 30 mínútur.

Verð: 22.000 ISK

Sækja um:  Nota hnappinn hér að neðan

Skráning hér

Næturflugsáritun

Ef neyta á réttinda flugmannsskírteinis fyrir létt loftför eða einkaflugmannsskírteinis fyrir flugvélar að nóttu ber flugmanni Næturflugsáritun er ætlað einkaflugmönnum og þeim sem ætla sér að verða atvinnuflugmenn með blindflugsáritun.  Námið er haldið þegar nótt er skilgreind á Íslandi, þ.e. frá september til apríl. Eftir þann tíma, maí-sept, er erfitt að læra til þessarar áritunar.

Í náminu felst;

Bóklegt nám, auk 5 klst. flugþjálfunar.  Af þeim er a.m.k. 3 fartímar með kennara, þar af
minnst 1 tími í landflugsleiðsögu, með a.m.k. einu landflugi með kennara sem er að lágmarki 50 km, og 5 flugtök í einflugi og 5 stöðvunarlendingar í einflugi.

Næturflugsáritun er vinsæl meðal einkaflugmanna og nauðsynleg fyrir þá sem stefna lengra til að mynda atvinnuflugmannsnám eða að öðlast blindflugsáritun.

Nánari upplýsingar veitir yfirflugkennari verknáms.

Nám hefst: Hafa samband við yfirflugkennara verklegu deildar
Verð:  Tímaverð samkvæmt verðskrá

Senda fyrirspurn

Upprifjunarnámskeið flugkennara FI(A)/IRI(A)

Námskeiðið er ætlað þeim flugkennurum sem þurfa að uppfylla ákvæði Part FCL reglugerðar um skírteini og ætla sér að halda við eða að endurnýja flugkennaravottun sína.  Að loknu námskeiði verður gefin út skjal af hálfu Flugskóla Íslands til staðfestingar á setu námskeiðs og nota ber við endurnýjun flugkennaravottunar. Námskeið er haldið með fyrirvara um lágmarksþáttöku. Skráning fer eingöngu fram í gegnum heimasíðu skólans.

ATH: Starfsmenntasjóður FÍA styrkir félagsmenn FÍA á námskeið, miðað við úthlutunarreglum starfsmenntasjóðsins
Afrit af útskrift námskeiðs og kvittun vegna námskeiðsgjalda er forsenda endurgreiðslu starfsmenntasjóðs FÍA.
ATH.  Reglugerðarákvæði er að sitja báða daga námskeiðs.

Inntökuskilyrði: Að vera eða hafa verið handhafi FI / IRI flugkennaravottunar.

Tími námskeiðs : 2.mars 2020, 17:00-22:00

Verð:  Sjá verðskrá – Einingaverð

Dagskrá námskeiðs

Dagskrá námskeiðs er haldin í samræmi við ákvæði Part FCL og AMC1 FCL.940.FI(a)(2).

Sækja um

Einingaverð

Einingaverð vélar (gjald kennara ekki innifalið)  
Einshreyfils sjónflugsflugvél – (DA20, Tecnam P2002-JF,C152) ISK 24.900 
Einshreyfils sjón-/blindflugsflugvél – (DA40, PA28) ISK 31.900 
Fjölhreyfla sjón-/blindflugsflugvél – (PA44, DA42) ISK 68.500 
Flughermir IR þjálfun –  Diamond DSIM og ALSIM ALX MEP módel ISK 20.700 
Flughermir þotu –  ALSIM ALX MJET módel ISK 23.700 

Kynnisflug

Skólinn býður upp á kynnisflug fyrir hvern sem er.  Kynnisflugið er 20 mín að lengd með flugkennara, þar sem flogið er stutt flug út frá flugvelli og í næsta nágrenni.  Þeir sem þess óska þurfa að senda inn fyrirspurn á póstfang hér að neðan.

Einingaverð: Verð:
Kynnisflug (DA20, Tecnam P2002 ,C152, C172)ISK 9.500 
Kynnisflug (DA40, PA28)ISK 18.990
Senda fyrirspurn

Tímaverð flugkennara sbr. kjarasamning FÍA

Tímaverð flugkennara: Verð:
PPL (A) EinkaflugmannskennslaISK 7.700
CPL(A) Atvinnuflugmannskennsla – einshreyfils flugvélISK 8.500
CPL(A) ME Atvinnuflugmannskennsla – fjölhreyfla flugvélISK 9.200
SEP (A) Flokkstegundarkennsla – einshreyfils flugvélISK 8.500
MEP(A) Flokkstegundarkennsla- Fjölhreyfla flugvélISK 9.200
IR(A) BlindflugsáritunarkennslaISK 9.200
FI(A) Flugkennaravottun – kennslaISK9.200

Annað

Category: Verð:
ICAO EnskumatISK 22.000
Bakgrunnsskoðun (kostnaður vegna þriðja aðila)ISK 20.175
Forskoðun atvinnuflugmannsnámsISK 39.00
UpptökuprófISK 6.000
Upprifjunarnámskeið flugkennaraISK 25.000
Hafa samband
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.