Áfangaskipt bóklegt atvinnuflugnám ATPL(A)

Yfirlit

Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Keilir kennir samkvæmt EASA Part-FCL stöðlum, samþykkt af Samgöngustofu. Námið tekur mið af námsskrá sem er gefin út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina.

Bóklegt atvinnuflugmannsnám er í boði stakt eða sem hluti af samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. Námið tekur tvær annir og eru nám í boði vor, sumar og haust.

Námið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu, mikið og fjölbreytt skólalíf og mötuneyti.

Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.

Staðsetning Keilis býður upp á fjölda tækifæra til heimsókna og skoðunarferða til fyrirtækja er starfa í umhverfi alþjóðaflugvallar. Fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á búsetu á svæðinu á meðan á námstímanum stendur getur Keilir boðið upp á nútímalegar íbúðir á hagstæðu verði í fjölskylduvænu umhverfi.

 • Lengd
  9 mánuðir
 • Námsgjöld (ISK)
  2.000.000
Nám hefst
 • 19. júlí 2019 Skráning hafin
 • Réttindi að loknu námi

  Frosin bókleg atvinnuflugmannsréttindi.  Leysa verður út skírteini atvinnuflugmanns CPL(A) og blindflugsáritun IR(A) innan 36 mánaða frá lokum síðasta prófs hjá Samgöngustofu.

 • Bóknám

  Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.  Framboð og tímasetning (dag/kvöld) bóknáms veltur á námsstað hverju sinni (Keflavík eða Reykjavík).  Öll nauðsynleg námsgögn, kennsla og aðgengi að kennslukerfi Moodle er innifalin í námsgjaldi.

 • Flugþjálfun

  Verklegt flugnám er ekki hluti af þessu námi, en nemandi verður að leysa út skírteini atvinnuflugmanns og blindflugsáritun í áfangaskiptu verknámi innan 36 mánaða frá lokum síðasta prófs hjá Samgöngustofu.  Skólinn býður upp á áfangaskipt CPL(A) , IR(A) og fjölhreyflaáritananám, samkvæmt tímagjaldi á verðskrá.

 • Tungumál kennslu

  Öll þjálfun fer fram á ensku, en enska er alþjóðatungumál innan fluggeirans. Íslenskir leiðbeinendur munu þó notast jafnhendis íslensku og ensku við kennslu á íslenskum nemendum.

Sækja um

Inntökuskilyrði

 1. Aldur:
  Hafa náð 18 ára aldri við upphaf náms.
 2. Skírteini:  Vera handhafi PPL(A) einkaflugmannsskírteinis.
 3. Standast skimum/inntökuferli samtvinnaðs náms:
  Öllum umsækjendum er boðið í skimun eftir að öllum nauðsynlegum skjölum (heilbrigðisvottorð, sakavottorð og menntun ) hefur verið skilað inn og þau staðfest. Nánari upplýsingar um skimunina má finna í upplýsingagrunni okkar.
 4. Heilbrigðisvottorð:
  Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate) fluglæknis.
 5. Hreint sakarvottorð:
  Vegna óhefts aðgangsheimildar inn á flugvallarasvæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar.  Nemanda ber að verða sér út um sakavottorð hjá viðkomandi lögregluembætti fyrir námið.  Einnig má benda á að við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
 6. Menntun:
  Stúdentspróf /sambærilegt nám eða staðist inntökupróf hjá okkur í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.   Þeir sem þurfa á að halda, geta leitað í áfanga sem er í boði, svo sem hlaðborð Keilis eða aðra sambærilega áfanga á netinu áður en farið er í inntökuprófin.  Nánari upplýsingar um Hlaðborð Keilis er HÉR

Upplýsinga má fá með því að senda rafpóst á flugakademia@keilir.net.

Bóknám

Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar sem skiptast niður á tvær annir. Námið er kennt virka daga frá 9-16 og er hver önn um það bil þrír mánuðir í kennslu og einn mánuður í upplestur og próf.

Námsgreinar

 • Lög og reglur um loftferðir og flugstjórnaraðferðir
 • Almenn þekking á loftförum – Skrokkar og kerfi, rafkerfi, hreyflar, neyðarbúnaður
 • Almenn þekking á loftförum – Mælitæki
 • Massi og jafnvægi – Flugvélar/þyrlur
 • Afkastageta
 • Áætlanagerð
 • Mannleg geta og takmörk
 • Flugveðurfræði
 • Almenn siglingafræði
 • Flugleiðsögutækni
 • Verklagsreglur í flugi
 • Flugfræði
 • Fjarskipti

Öll nauðsynleg námsgöng, kennsla og námsefni sem er aðgengileg í gegnum kennslukerfi Moodle er innifalin í námsgjaldi.

Atvinnuflugmannspróf

Að loknu bóklegu námi og skólaprófum þarf að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.

Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarskfjölda prófsetna (6). Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun.

Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.  Greiða þarf sérstaklega fyrir þá þjálfun.

Flugþjálfun

Verklegt Atvinnuflugmannsnám (CPL/ME/IR)

Námið er ekki hluti af áfangaskiptu bóklegu atvinnuflugmannsnámi, en sótt er sérstaklega um áfangaskipt verklnám sem samanstendur af þremur megin áföngum og tekur að jafnaði um 4-8 mánuði.  Nemandi greiðir samkvæmt tímagjaldi verðskrá hverju sinni.

Umsækjandi getur einnig valið um að taka staka áfanga og geta þá kröfur og umfang náms breyst lítillega.

Blindflugsáritun (IR)

Blindflugsáritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga í blindflugsskilyrðum. Áritunin fylgir annaðhvort einshreyfils, eða bæði eins- og tveggja hreyfla tegundarárituninni (SEIR – Single-engine instrument rating, eða MEIR – Multi-engine instrument rating)

Námið hefst á um 40 tímum í flughermi, og lýkur á 15 tímum á tveggjahreyfla flugvél ásamt færniprófi með prófdómara.

Við upphaf áfanga skal umsækjandi:

 • vera handhafi einka- eða atvinnuflugmannsskírteinis (PPL eða CPL)
 • vera handhafi næturflugsáritunar
 • hafa flogið að lágmarki 50 cross-country tímum*

Við lok áfanga skal umsækjandi

 • hafa lokið að fullnustu ATPL bóklegum prófum hjá samgöngustofu
 • ljúka færniprófi með prófdómara

Fjölhreyfla Áritun (MEP Class Rating)

Fjölhreyfla áritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga fjölhreyfla flugvél. Námið samanstendur af 6 klukkustundum í flugvél ásamt viðeigandi 7 klst bóklegri kennslu og kennsluefni, en í beinu framhaldi eru svo verklegir atvinnu- og blindflugsáfangar á tveggja hreyfla vél sem styrkja þekkingu og færni á vélinni frekar.

Við upphaf áfanga skal nemandi:

 • vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL – Private Pilot License)
 • hafa flogið 70 flugtímum sem flugstjóri (PIC – Pilot-in-command)
 • hafa flogið að minnsta kosti 140 klukkustundirí heild sem flugmaður

Verklegt Atvinnuflugmannsnám (CPL Commercial Pilot License)

Verklegt atvinnuflugmannsnám veitir flugmanni réttindi til atvinnu sem flugmaður eftir þeim áritunum sem flugmaðurinn er handhafi að. Hjá skólanum lýkur verklega náminu á fjölhreyfla fjölhreyfla flugvél og hefur viðkomandi því réttindi á slíkar tegundir af flugvélum í sjónflugi að námi loknu.

Áfanginn eru 25 kennslustundir í flugvél en 10 þeirra eru sameiginlegir með blindflugsáritun. 20 tímar eru því flognir á einshreyfils flugvél og líkur náminu á 5 tímum í fjölhreyfla flugvél og færniprófi með prófdómara.

Við upphaf áfanga skal nemandi:

 • vera handhafi einkaflugmannsskírteinis
 • vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis
 • hafa flogið 150 klukkustundir sem flugmaður
 • hafa lokið þjálfun fyrir tveggja hreyfla bulluhreyfilsflugvél (multi-engine piston class rating)

Við lok áfanga skal nemandi:

 • hafa lokið að fullnustu ATPL bóklegum prófum hjá samgöngustofu
 • hafa flogið 200 klukkustundir sem flugmaður

Frekari upplýsingar um námið má fá með að senda fyrirspurn hér –  SENDA PÓST

Lærðu í einstöku og krefjandi umhverfi

Inntökukröfur
Lágmarksaldur og flugskírteini

Lágmarksaldur við upphaf náms er 18 ára aldur.

Vera handhafi að PPL(A) einkaflugmannsskírteini.

Tungumál

Þú verður að hafa góða færni í töluð/rituðu máli á íslensku og ensku samkvæmt inntökukröfum í atvinnuflugmannsnáms.  Námsefni er á ensku og möguleiki verður að kennsla fara fram að einhverju leiti á enskri tungu.

1. flokks heilbrigðisvottorð

Sem atvinnuflugmaður þarftu að vera með 1. flokks heilbrigðisvottorð. Þú getur fundið nánari upplýsingar um læknisskoðunina í upplýsingagrunni okkar.

Hrein sakaskrá

Sem flugmannsnemi þarftu að framvísa sönnun um hreina sakaskrá og lögreglan á viðkomandi sveitafélagi verknámsstöðvar (Keflavík/Reykjavík) mun gera „bakgrunnsathugun“ á þér til útgáfu á flugvallarskírteini viðkomandi flugvallar KEF eða REK

Verð og fjármögnun

Námsgjöld
ISK 2.000.000

Námsgjöldin voru uppfærð þann 1.maí 2019.

Sjá nánar um verðskrá HÉR

Sækja um
Flugvélafloti

Keilir Aviation Academy – Flugskóli Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.  Flugfloti af þessari gerð og samsetningu, gerir skólanum kleyft að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á samkeppnishæfu verði.

Hafa samband
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.