Kynningarfundur um flugtengt nám

Flugakademía Keilis býður upp á reglulega kynningarfundi um flugnám við skólann. Við tökum vel á móti þér í óformlega kynningu á náminu og þá námsleið sem þú hefur áhuga á. Þá gefst þér einnig gott tækifæri til að hitta kennara og skoða aðstöðu okkar.

Á fundinum getur þú fengið svör við öllum helstu spurningum þínum um fyrirkomulag námsins. Þannig getum við hjálpað þér að taka réttu ákvörðunina. Forráðamenn umsækjenda eru að sjálfsögðu velkomnir.

Næsti kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 24. maí kl. 15:00 – 17:00 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.