Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Yfirlit

Keilir Flugakademía – Flugskóli Íslands er með samtvinnað atvinnuflugmannsnám – IATPL – The Integrated Airline Tranport Pilot Licence course, sem hannað er fyrir þá sem hafa enga flugreynslu og vilja öðlast atvinnuflugmannsréttindi að námi loknu.  Handhafar einkaflugmannsréttinda geta einnig sótt um að fara í námið og er þá viðkomandi metinn inn í nám eftir ákvæðum reglugerðar um flugskírteini þar af lútandi.

Námið, bæði bóklega og verklega, er að öllu leiti skipulagt af skólanum og tekur um 18-24 mánuði að ljúka og skuldbindur nemandi sig til að stunda það eingöngu á meðan á námstíma stendur. Nemandi getur því ekki reiknað með að vinna eða stunda annað nám meðfram því.

Hámarkstími náms samkvæmt reglugerð eru 36 mánuðir frá upphafi og ber nemanda að ljúka því innan þess.

Námið er lánshæft hjá LÍN- Lánasjóð Íslenskra Námsmanna sem 4 anna nám.

Námið er mjög sérhæft og leggur áherslu á markmið þitt um að verða atvinnuflugmaður hjá flugfélagi á borð við Icelandair, SAS, Norwegian, Ryanair og fleiri evrópsk flugfélög.  Þú munt að námi loknu getað sótt um störf hjá hvaða evrópskum flugrekanda sem er innan evrópska efnahagssvæðisins, sem krefst EASA flugskírteinis.  Um það bil 90% nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift.

 • Lengd
  18-24 mánuðir
 • Námsgjöld (ISK)
  ISK 10.790.000
Nám hefst
 • 10. janúar 2020
 • 1. September 2020
 • Réttindi að loknu námi

  Skírteini atvinnuflugmanns CPL(A), með réttindi til að fljúga blindflug á fjölhreyfla flugvél, ásamt frystu ATPL bóknámi (Frozen ATPL) og vottunar í áhafnasamstarfi (MCC).

 • Bóknám

  Námið, sem er yfir 920 klst. langt er skipulagt af skólanum og tekur um 18-24 mánuði að ljúka ( 4 annir ).  Nemandi skuldbindur sig til að stunda námið eingöngu á meðan á námstíma stendur. Nemandi getur því ekki reiknað með að vinna eða stunda annað nám meðfram því.

  Hámarkstími náms samkvæmt reglugerð eru 36 mánuðir frá upphafi og ber nemanda að ljúka því innan þess.

  Námið er lánshæft hjá LÍN- Lánasjóð Íslenskra Námsmanna sem 4 anna nám.

 • Flugþjálfun

  Öll flugþjálfun fer fram í flugvélaflota okkar, sem eru af gerðinni; Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF og í flughermisflota okkar sem eru af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.

  Flugþjálfun er framkvæmd í 6 áföngum (fösum) og er skipulögð yfir allan námstímann, með bóknámi.

 • Tungumál kennslu

  Öll þjálfun fer fram á ensku, en enska er alþjóðatungumál innan fluggeirans. Íslenskir leiðbeinendur munu þó notast jafnhendis íslensku og ensku við kennslu á íslenskum nemendum.

Sækja um

Inntökukröfur

 1. Aldur:
  Hafa náð 18 ára aldri við upphaf náms.
 2. Standast skimum/inntökuferli samtvinnaðs náms:
  Öllum umsækjendum er boðið í skimun eftir að öllum nauðsynlegum skjölum (heilbrigðisvottorð, sakavottorð og menntun ) hefur verið skilað inn og þau staðfest. Nánari upplýsingar um skimunina má finna í upplýsingagrunni okkar.
 3. Heilbrigðisvottorð:
  Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate) fluglæknis. Umsækjandi þarf að vera kominn með þetta heilbrigðisvottorð fyrir umsókn að námi.  Nánari upplýsingar má finna á
 4. Hreint sakarvottorð:
  Vegna óhefts aðgangsheimildar inn á flugvallarasvæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvallar.  Nemanda ber að verða sér út um sakavottorð hjá viðkomandi lögregluembætti fyrir námið.  Einnig má benda á að við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
 5. Menntun:
  Stúdentspróf /sambærilegt nám eða staðist inntökupróf hjá okkur í stærðfræði, eðlisfræði og ensku.   Þeir sem þurfa á að halda, geta leitað í áfanga sem er í boði, svo sem hlaðborð Keilis eða aðra sambærilega áfanga á netinu áður en farið er í inntökuprófin.  Nánari upplýsingar um Hlaðborð Keilis er HÉR

Upplýsinga má fá með því að senda rafpóst á flugakademia@keilir.net.

Bóknám

Skólinn miðar að því að bjóða upp á úrvals kennslu, námsefni og stoðefni í staðnámi og afnot á Moodle kennslukerfi í undirbúningi fyrir hverja kennslustund. Skólinn notar einnig til þess nýjustu námstækni sem völ er á, þar á meðal markaðsleiðandi þjálfun sem byggir á námi í gegnum gagnvirkan tölvuhugbúnað, í samvinnu við CAE Oxford Aviation Academy.  Gagnvirkt sjónrænt námsefnið auðveldar lærdóminn, þú getur séð dæmi hérna.

Bóknámið yfir 920 klst. að lengd í staðnámi, skiptist í tvo hluta; BASIC grunnám og ATPL ADVANCED framhaldsnám.  Þú byrjar á grunnnámskeiði sem samanstendur af 9 bóknámsfögum og miða að því að veita nauðsynlega þekkingu fyrir fyrstu 3 stig flugþjálfunar. Eftir grunnnámskeiðið muntu fara í ATPL ADVANCED framhaldsnám  (Airline Transport Pilot License) sem er bóklegt nám til réttinda atvinnuflugmannsréttinda, sem samanstendur af 14 mismunandi námsefnum.

Verkleg flugþjálfun

Verkleg flugþjálfun er skipt niður í sex mismunandi áfanga ( fasa ), hvert þeirra með mismunandi verkefni en með stefnu á sama markmið — að veita þér nauðsynlega færni og þekkingu til að geta flogið sem atvinnuflugmaður með fjölhreyfla blindflugsréttindi og vottun í áhafnasamstarfi.

Áætlunin samanstendur af flugtímum í flugvélum af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG, Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole og Technam P2002-JF flugvélum, ásamt flughermum af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.

Lærðu í einstöku og krefjandi umhverfi

 • Flotastærð
  23
  Flugvélar í hæsta gæðaflokki (þ.m.t. 2 flughermar)
 • Alþjóðlegir nemendur
  43 %
  Nemendur frá 3 heimsálfum og 16 löndum
 • Tölfræði yfir atvinnutækifæri
  90 %
  nemenda okkar fengu atvinnu innan 12 mánaða
Inntökukröfur
Aldurstakmark

Lágmarksaldur við upphaf samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms er 18 ára aldur.

Hrein sakaskrá

Sem flugmannsnemi þarftu að framvísa sönnun um hreina sakaskrá og lögreglan á viðkomandi sveitafélagi verknámsstöðvar (Keflavík/Reykjavík) mun gera „bakgrunnsathugun“ á þér til útgáfu á flugvallarskírteini viðkomandi flugvallar KEF eða REK.

1. flokks heilbrigðisvottorð

Sem atvinnuflugmaður þarftu að vera handhafi 1. flokks heilbrigðisvottorð.  Þú getur fundið nánari upplýsingar um læknisskoðunina í upplýsingagrunni okkar.

Leyfi til að búa og stunda nám á Íslandi

Erlendir þegnar frá landi utan EES (ESB) og/eða EFTA sem ætla að búa á Íslandi lengur en þrjá (3) mánuði verða að hafa gild dvalarleyfi. Fáðu nánari upplýsingar um dvalarleyfi og námsleyfi.

Samþykki eftir skimun

Umsækjendum er boðið í skimun eftir að umsóknarferlinu er lokið, þegar öllum nauðsynlegum skjölum hefur verið skilað og þau staðfest. Þú getur fundið nánari upplýsingar um skimunina í upplýsingagrunni okkar.

Allar nauðsynlegar upplýsingar um skimun á flugmönnum
NÁNARI UPPLÝSINGAR

Verð og fjármögnun

Námsgjöld (ISK)
ISK 10.790.000

Námsgjöldin voru uppfærð í maí 2019.

Við höfum samþykki fyrir opinberum námslánum á Íslandi (LÍN), í Danmörku (SU) og í Svíþjóð (CSN).

Sjá nánar um verðskrá skólans HÉR

Sækja um
Innifalið í náminu
 • 205 flugþjálfunartímar í flugvélum og flughermum
 • Yfir 920 klst bóklegt nám
 • Aðgengi að kennslukerfi. Gerð er krafa um að nemandi komi með sína eigin far- eða snjalltölvu
 • Einkennisbúningur (buxur, skyrta, bindi og axlaborðar)
 • Öll þjálfun fer fram á ensku og íslensku þar sem við á
Þegar þú gerir fjárhagsáætlun fyrir þjálfunina þína, skaltu hafa eftirfarandi aukakostnað í huga:

Ath. Verð hér að gefa eingöngu hugmynd að kostnaði og endurspegla ekki gjaldskrá viðkomandi aðila.

 • Bakgrunnsathugun og gjöld fyrir flugvallarpassa, 23.000 ISK
 • Skimunargjöld, 39.000 ISK
 • Gjöld til íslenskra yfirvalda vegna prófa í bóklegu námi og flugi, 200.000 ISK.
 • Læknisskoðun og endurnýjun fyrir 1. flokks heilbrigðisvottorð, 60.000 IKR.
 • Búsetu- og lifikostnaður
 • Ferðakostnaður til og frá Íslandi
 • Flugmannsheyrnartól, skráningarbók og spjald
 • Tryggingar (t.d. vegna týnds leyfis)
Flugvélafloti

Sameinaður skóli Keilir Flugakademía – Flugskóli Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.  Flugfloti af þessari gerð og samsetningu ásamt flughermum, gerir skólanum kleyft að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á verulega samkeppnishæfu verði.

Búseta

Flestar íbúðir eru 2ja herbergja íbúðir sem 2 nemendur deila með sér. Hver íbúð er með sér svefnherbergi (með sérinngangi) og sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi. Það er aðeins takmarkaður fjöldi af íbúðum í boði og því fyrr sem þú sækir um, því líklegra er að þú fáir þá íbúð sem þú velur.
Nálægt íbúðasvæðinu má finna íþróttasal, fótboltavöll, sundlaugar og önnur tómstundasvæði.

Auk þess hefurðu rétt á að sækja um húsaleigubætur ef þú leigir íbúð lengur en 6 mánuði. Skoðaðu íbúðavefsíðuna til að sjá nánari upplýsingar, myndir og verð.

Algengar spurningar
Almennt

Öll flugmannaþjálfun fer fram á ensku (bæði fyrir íslenska og erlenda nemendur).

Heilbrigði

Hægt er að fara í fyrstu læknisskoðun fyrir 1. flokks heilbrigðisvottorð í hvaða EASA landi sem er. Vinsamlegast athugaðu að það gæti tekið nokkra daga að ljúka allri læknisskoðuninni.

Sjá hvert land fyrir sig hér fyrir neðan fyrir viðurkennda lækna, fyrir nánari upplýsingar, framboð og verð:

Iceland, Denmark, Sweden, Norway, United Kingdom

Fjármögnun

Við þurfum að fá greitt fyrir þjálfunina fyrirfram. Hins vegar eru námsgjöldunum deilt niður í fleiri afborganir, svo þú þarft ekki að greiða allan námskostnaðinn í einu. Hægt er að sjá greiðsluáætlunina í námssamningnum þínum.

Búseta

Já, við höfum okkar eigið skólasvæði. Farðu á tengilinn hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um verð og umsókn um íbúð.

Hafa samband
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.