Allt sem þú þarft að vita um skimun og mat fyrir samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IPPP Integrated Professional Pilot Program)

Hvers vegna skimun?  Skimun okkar og mat í samtvinnað atvinnuflugmannsnám hefur verið innleitt nemendum og flugrekendum til hagsbóta. Það mun fullvissa flugrekendur um að þeir séu að fá hæfan flugmann sem hæfir starfsemi þeirra og ennfremur til að fullvissa nemandann um að hann/hún hafi þá hvatningu og færni sem þarf til að geta klárað námið og fengið fljótlega starf hjá flugrekanda í kjölfarið.

Hvar er skimunin haldin? Skimunin og matið er hægt að taka hvar sem er, þar sem matið fer fram í gegnum veraldarvefinn.  Fyrir nemendur sem eru valdir í samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið af hálfu flugfélaga, þá er skimunin og matið bundin við að vera framkvæmd á Íslandi í skimunarhúsnæði skólans.  Skimunin samanstendur af nokkrum áföngum og hefur því verið skipt niður á tvo daga í skimunarhúsnæði skólans.

The Integrated Professional Pilot Program consists of 920 hours theoretical training, this is essential to become a pilot

Hvað verður prófað ?

Dagur 1 samanstendur af:

  • Tölvugerðu sálfræðiprófi  (Computer-based psychometric).   Efnistök: Vitsmunaleg hegðun og faglegt áhugamat  (Cognitive behavior and professional interest assessment).
  • Tölvugerðu hæfnimati fyrir flugmannstarf  (Computer-based pilot aptitude).     Efnistök: Viðbragðstími (reaction time), Vöktunargetu (monitoring ability), stjórnunarhæfileika á flóknum hlutum (complex control), rýmisgreind (spatial orientation) og fjölverkahæfni (multi-tasking).
  • Færni í enskri tungu (English proficiency)         Efnistök:  Færni nemanda til að fylgja leiðbeiningum á enskri tungu/ritmáli.

Dagur 2 samanstendur af:

  • Persónulegu viðtali (An individual interview).    Viðtalið við umsækjanda er framkvæmt af sérfræðingi í skimun.  Þar verður farið yfir ýmis atriði sem koma fram í tölvugerðu prófunum frá deginum áður, auk ýmissa persónulegra spurninga til að geta metið þig sem framtíðarflugmann og persónu.

Sálfræðipróf okkar eru framkvæmd á stöðlum er þekkjast sem “Great People Inside platform (GR8PI)” og hafa því verið hönnuð til þess að geta fengið alhliða mat á hegðunareiginleika, vitsmunalega hæfni umsækjandans, sem og alhliða áhuga og þekkingu hans/hennar á flugi og flugmálum.

Hvernig fæ ég boð um skimun og mat frá skólanu?

Það eru fjögur skref sem þú þarft að fara í gegnum, til þess að geta orðið nemandi í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi hjá Keili Flugakademíu – Flugskóla Íslands, og hefst för þín að atvinnuflugmannsætinu með því að sækja rafrænt um námið HÉR- sækja um.

Hvernig get ég undirbúið mig fyrir skimunina og matið?

Hæfni- og sálfræðimat getur hljómað óyfirstíganlegt og mikið, en það er eingöngu fyrsta hindrun þín af mörgum til að geta orðið atvinnuflugmaður og það mun reynast þér betur að kynna sér þá í upphafi leiðarinnar að vinnunni, heldur en að bíða með það þangað til þú ferð í fyrsta atvinnuviðtal þitt hjá flugrekanda.  Þrátt fyrir það að viljum viljum mæla getu þína og sjá persónueiginleika þín til atvinnuflugmannsstarfsins, mælumst við til með að þú undirbúir þig fyrir skimunar- og matsferlið áður en þú tekur það.  Skoðaðu í kringum þig á netinu á ofangreindum atriðum, til þess að þú getir fengið hugmynd að því á hverju og hvernig þú getur æft þig fyrir matið.  Vertu vel úthvíld-ur, fyrir matið og mundu að vera jákvæður í garð þess.

Við óskum þér velfarnaðar í skimunar-og matsferlinu.  Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.

 

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.