Flugkennaranám

Yfirlit

Flugkennaraskírteinið (FI) undirbýr þig fyrir flugkennarahlutverkið. Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma. Farið verður yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana og notkun kennslutóla, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala. Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu ásamt tækni í vendinámi.

Flugkennaranámið er góð leið til að öðlast frekari reynslu eftir að þú hefur lokið við atvinnuflugmannsnámið, og það veitir þér tækifæri til að bæta flugmannshæfileika þína sem eru eftirsóttir af flugrekendum, s.s. samvinnu tveggja flugmanna, greina hættur og grípa inn í þegar þess gerist þörf og leiðbeina öðrum flugmanni í réttan farveg.

 • Lengd
  12 vikur
 • Námsgjöld (ISK)
  1.250.000
Nám hefst
 • Í boði samkvæmt eftirspurn
 • Réttindi að loknu námi

  Eftir að þú hefur lokið náminu, gefst þér kostur á að veljast í flugkennarahóp Keilis Flugakademíu – Flugskóla Íslands, með starfstöðvar annað hvort í Keflavík eða Reykjavík.

 • Bóknám

  Námið samanstendur af 125 klst. bóknámi í staðnámi, þar sem er farið yfir helstu atriði sem snýr að störfum flugkennara og samskiptum hans við nemanda. Flugkennaranámið undirbýr flugkennaranemanda til að veita almenna verklega og bóklega kennslu á einkaflugmannsstigi hjá flugskóla.

 • Flugþjálfun

  Öll flugþjálfun fer fram í flugvélaflota okkar, sem eru af gerðinni; Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF og í flughermisflota okkar sem eru af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.  Í námi til flugkennararéttinda er notast við Diamond DA20, DA40 og Technam P2002-JF, eftir því sem við á.

 • Tungumál kennslu

  Öll þjálfun fer fram á ensku, en enska er alþjóðatungumál innan fluggeirans. Íslenskir leiðbeinendur munu þó notast jafnhendis íslensku og ensku við kennslu á íslenskum nemendum.

Sækja um
Inntökuskilyrði flugkennaranáms

Eitt af neðangreindum skilyrðum:

 • Handhafi EASA CPL(A) atvinnuflugmannsskírteinis
 • Handhafi EASA PPL(A) einkaflugmannsskírteinis og hafa lokið a.m.k. 200 flugtíma, þar af 150 tímar PIC og bóknámi og Samgöngustofuprófum til CPL(A) eða ATPL(A) atvinnuflugmannsréttinda.

Frekari inntökuskilyrði:

Fyrir alla handhafa flugskírteinis

 • 30 flugtímar í einshreyfilsflokki flugvél af gerðinni SEP(A) , þar af skulu 5 tímar vera flognir innan 6 mánaða fyrir inntökuflugprófið fyrir námskeiðið.
 • Gilt EASA 1. Flokks heilbrigðisvottorð frá fluglækni.

Fyrir handhafa PPL(A) einkaflugmannsskírteinis eingöngu;

 • Lágmark 18 ára aldur
 • 10 tímar af blindflugi, þar af mega vera 5 klst hafa verið teknir í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.
 • 20 flugstjóratímar (PIC) í yfirlandsflugi (X-Country) ,þar af einu 300 NM flugi með stöðvunarlendingum á tveimur mismunandi flugvöllum.
 • Staðist inntökuflugpróf framkvæmt af yfirkennara eða tilnefndum flugkennara skólans fyrir námskeiðið.

Flugþjálfun

Hér blöndum við saman bóknámi og flugþjálfun, til að bæta, sýna og kenna nemandanum yfir öll stig flugsins. Flugþjálfunin samanstendur af 30 klukkutímum með flugkennara, þar af 5 klukkutímum sem þarf að fljúga með öðrum flugkennaranema undir umsjón flugkennara, þar sem báðir aðilar kenna hvor öðrum í fluginu.  Eitt flug skal vera framkvæmt að nóttu, ef flugkennaranemandi ætlar sér að öðlast réttindi til næturflugkennslu.

Bóknám

Námið samanstendur af 125 klst. bóknámi í staðnámi og tekur um 12 vikur að ljúka. Þar er farið yfir; helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræðinnar, mannlegrar getu og afköst, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana, tækni við uppbyggingu námsefnis, kynninga og fyrirlestra, notkun kennslutóla við flugkennslu, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala. Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu ásamt tækni í vendinámi.

Námið er kennt af tilnefndum flugkennurum og sérfræðingum í kennslufræði.

 

Verð og fjármögnun

Námsgjöld

FI(A) – Flugkennari
Verð flugkennaranámskeiðs fyrir umsækjanda með enga reynslu er 1 250 000 ISK.

Sækja um
Flugvélafloti

Keilir Aviation Academy – Flugskóli Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.  Flugfloti af þessari gerð og samsetningu, gerir skólanum kleyft að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á samkeppnishæfu verði.

Búseta - til skamms tíma

Við erum með takmarkaðan fjölda af íbúðum og herbergjum fyrir skammtímadvöl, og við erum einnig í samstarfi við nærliggjandi farfuglaheimili og gististaði.

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.

Frequently asked questions
General

Öll flugmannaþjálfun fer fram á ensku (bæði fyrir íslenska og erlenda nemendur).

Financing

Við þurfum að fá greitt fyrir þjálfunina fyrirfram. Hins vegar eru námsgjöldunum deilt niður í fleiri afborganir, svo þú þarft ekki að greiða allan námskostnaðinn í einu. Hægt er að sjá greiðsluáætlunina í námssamningnum þínum.

Búseta

Já, við höfum okkar eigið skólasvæði. Farðu á tengilinn hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um verð og umsókn um íbúð.

Hafa samband
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.