Einkaflugmannsnám

Yfirlit

Sem einkaflugmaður öðlast þú samevrópsk flugmannsréttindi sem veita þér réttindi til að fljúga á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds innan landa Evrópu. Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á áframhaldandi námi í áfangaskiptu eða samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis – Flugskóla Íslands.

Athugið að ekki er gerð forkrafa um einkaflugmannsnám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi og mælum því með því að verðandi atvinnuflugmenn kynni sér þá námsleið vel.

 • Lengd
  3-6 mánuðir
 • Námsgjöld (ISK)
  Sjá verðskrá
Nám hefst
 • 9. Janúar 2020 Skráning hafin
 • 1. September 2020 Ekki opið fyrir skráningu
 • Réttindi að loknu námi

  Samevrópsk flugmannsréttindi sem veita þér réttindi til að fljúga sem einkaflugmaður á einshreyfils flugvél í sjónflugi með farþega án endurgjalds innan landa Evrópu.

 • Bóknám

  Bóklegt einkaflugmannsnám er kennt í 3 mánaða staðnámi, sem innifelur 9 áfangafög og a.m.k 100 klst. kennslu (a.m.k.  150 kennslustundir ).  Framboð og tímasetning (dag/kvöld) bóknáms veltur á námsstað hverju sinni (Keflavík eða Reykjavík).  Öll nauðsynleg námsgögn, kennsla og aðgengi að kennslukerfi Moodle er innifalin í námsgjaldi.

 • Flugþjálfun

  Verklegt flugnám byggir á að lágmarki 45 klst. flugtímum á flugi, með og án flugkennara eftir tilvikum og þar af að skal minnsta kosti 25 klst. vera flognar með flugkennara og 10 klst. í einliðaflugi undir leiðsögn flugkennara.

 • Tungumál kennslu

  Öll þjálfun fer fram á ensku, en enska er alþjóðatungumál innan fluggeirans. Íslenskir leiðbeinendur munu þó notast jafnhendis íslensku og ensku við kennslu á íslenskum nemendum.

Sækja um

Flugþjálfun

Verklegt flugnám byggir á að lágmarki 45 klst. flugtímum á flugi, með og án flugkennara eftir tilvikum og þar af að skal minnsta kosti 25 klst. vera flognar með flugkennara og 10 klst. í einliðaflugi undir leiðsögn flugkennara.  Námið byggir á staðarflugi (local) þar sem æfðar eru t.d. lendingar og flugtaksæfingum á flugvelli með mismunandi tækni, flugæfingar í æfingasvæði, svo og yfirlandsflugi.

Auk nokkurra yfirlandsfluga í náminu, skal eitt einliðaflug í yfirlandsflugi vera framkvæmt sem hljóðar upp á  a.m.k. 150 NM (280 km) vegalengd, með stöðvunarlendingum á tveimur mismunandi flugvöllum.

Að loknu verklegu námi þarf nemandinn að standast 1,5 klst. verklegt flugpróf með prófdómara.  Skilyrði fyrir útskrift úr verknámi, er að hafa lokið öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu og framvísa skólanum sönnun þess, áður en verklegt flugpróf framkvæmt.

Bóknám

Bók­lega námið felst í 100 klst. ( 150 kennslustundir ) nám­skeiði sem kennt er í kvöld­skóla.  Bóklegir kennarar eru að öllu jöfnu starfandi flugkennarar skólans, þó að í vissum fögum gæti verið fenginn til kennslu sérmenntaður einstaklingur í þeirri grein.

Bóklegt einkaflugmannsnám eru 9 áfangar í heildina og er að jafnaði tekið fyrir einn áfangi í einu. Námið tekur um 3 mánuði. Öll nauðsynleg námsgöng, kennsla og námsefni sem er aðgengileg í gegnum kennslukerfi Moodle er innifalin í námsgjaldi.

Hverjum áfanga er svo lokið með skólaprófi og þegar nemandi hefur staðist öll skólapróf með lágmarkseinkunn 75% ( 7,5),  fær hann í framhaldinu próftökurétt í bóklegum einkaflugmannsprófum hjá Samgöngustofu.  Öllum bóklegum prófum hjá Samgöngustofu verður að vera lokið innan 18 mánaða, frá fyrstu próftöku til síðasta.  Að því loknu mun viðkomandi hafa 24 mánuði til að þreyta verklegt einkaflugmannspróf og öðlast skírteinin.

Það er kjörið að fljúga samhliða bóklega náminu og gefst nægur tími til upplestrar og heimalærdóms milli innilota.  Námið er krefjandi og ekki ráðleggur skólinn að nemendur nýti sér til fullnustu allan tíma sem laus er til að stunda einkaflugmannsnámið.

Lærðu í einstöku og krefjandi umhverfi

Inntökukröfur
Lágmarksaldur

Lágmarksaldur við upphaf náms er 16 ára aldur.

Ath. Ef þú ert undir 18 ára aldri, þarftu að vera með skriftlegt leyfi foreldra/forráðamanns til að hefja nám og gera fjármálaskuldbindingar við skólann.

Tungumál

Þú verður að hafa góða færni í töluð/rituðu máli á íslensku og ensku.  Námsefni er á ensku og möguleiki verður að kennsla fara fram að einhverju leiti á enskri tungu.

2. flokks heilbrigðisvottorð

Sem farþegaflugmaður þarftu að vera með 2. flokks heilbrigðisvottorð. Þú getur fundið nánari upplýsingar um læknisskoðunina í upplýsingagrunni okkar.

Hrein sakaskrá

Sem flugmannsnemi þarftu að framvísa sönnun um hreina sakaskrá og lögreglan á viðkomandi sveitafélagi verknámsstöðvar (Keflavík/Reykjavík) mun gera „bakgrunnsathugun“ á þér til útgáfu á flugvallarskírteini viðkomandi flugvallar KEF eða REK

Verð og fjármögnun

Námsgjöld
ISK 1.690.000

Námsgjöldin voru uppfærð þann 1.maí 2019.

Sjá nánar um verðskrá HÉR

Sækja um
Flugvélafloti

Keilir Aviation Academy – Flugskóli Íslands býr yfir flugflota af gerðinni Diamond DA20, DA40 og DA42 NG , Piper Archer DX , Piper PA44 Seminole, Technam P2002-JF, ásamt flughermisflota af gerðinni ALSIM ALX og Diamond DSIM.  Flugfloti af þessari gerð og samsetningu, gerir skólanum kleyft að geta boðið upp á heildstæða flugþjálfun alla leið og á samkeppnishæfu verði.

Hafa samband
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.