Fyrsta flokks flugvélafloti

Keilir Aviation Academy býr yfir flota með eingöngu fyrsta flokks Diamond flugvélum. Ólíkt mörgum öðrum flugskólum sem nota eldri flugvélar, þá eru allar flugvélarnar okkar með góða eldsneytisnýtni og þær eru áreiðanlegar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Keilir Academy getur boðið upp á nám á afar samkeppnishæfu verði.

Diamond DA20

Minnsta flugvélin okkar er Diamond DA20. Hún er tveggja sæta og með 125 hestafla vél sem notar 22 lítra/5,8 gallon af eldsneyti á klukkutíma, sem gerir hana að hinni fullkomnu flugvél fyrir flugþjálfun.  Bandaríski flugherinn notar þessar flugvélar fyrir fyrstu flugþjálfun hjá flugmönnum sínum. Flugvélin er hönnuð til að veita framúrskarandi útsýni og frábæra frammistöðu, sem tryggir að hægt sé að hlakka til hverrar flugferðar.

Flestar af DA20 vélunum okkar eru útbúnar með GarminG500 glass stjórnborði. Það auðveldar fyrir breytingunni yfir í DA40 og DA42.

Diamond DA40

DA40 er fjögurra sæta flugvél með Garminn G1000 glass stjórnborði, svo hún er fullkomin fyrir blindflug. Uppsetningu stjórnborðsins svipar til þess sem er notað í mörgum nýjustu flugvélunum, svo að auðvelt verður að fara yfir í þær í framtíðinni. Vélin er framleidd af Thielert og er 135 hestafla. Einnig er vélinni stýrt með FADEC (Full Authority Digital Engine Control – stafræn vélarstýring) til að hámarka frammistöðu og orkunýtni. Hægt er að finna nákvæmlega eins kerfi í nútímaþotu. Þessar vélar nota 50% minna eldsneyti en fjögurra sæta flugvél af svipaðri stærð og hið sífellt mikilvægara kolefnisfótspor er aðeins brot af því sem eldri flugvélar skilja eftir sig. Hávaði er einnig í lágmarki samanborið við flugvélar af svipaðri stærð, sem gerir vélina vinsamlegri fyrir umhverfið og fyrir heyrnina hjá þér.

Diamond DA42

DA42 er fjögurra sæta.  Vélarnar tvær eru 167 hestöfl og nota eingöngu 23 lítra/5,9 gallon af eldsneyti hvor á klukkutímann við 70% afl – næstum því 40% minni eldsneytisnotkun heldur en hjá venjulegri kennsluflugvél af svipaðri stærð. DA42 NG er eina kennsluflugvélin í þessum flokki sem má fljúga í þekktum ísingaraðstæðum. Þetta er afar mikilvægur þáttur þegar þjálfað er í íslensku veðri.

Stjórnkerfið er afar nútímalegt og er með stafrænni sjálfsstýringu, svipaðri og hjá nútíma farþegaþotum. SVS (Synthetic Vision System) býður upp á bestu mögulegu stöðuvitund og er sérlega hentugt í íslensku fjallendi. Flug frá miðstöð okkar í Keflavík til Akureyrar á norðurlandi tekur 1 klukkutíma og 10 mínútur. Tveggja véla DA42 flugvélin getur flogið á einni vél yfir hvaða fjall eða jökul á Íslandi sem er. Þetta er töluvert hærra en það sem svipaðar tveggja véla kennsluflugvélar geta boðið upp á. Það er mjög einfalt að stjórna vélunum. Það þarf aðeins eina aðgerð á þessari tveggja véla flugvél til að slökkva á vél og tryggja hana fyrir áframhaldandi flug með vélinni sem stendur eftir. Til að ræsa vél aftur þarf aðeins tvær aðgerðir: Aflstöng – IDLE (hlutlaus gír), og vélarrofinn – ON (kveikja). Þetta er bara svona einfalt.

Diamond D-SIM

Þjálfunartæki Diamond fyrir hverja vél hafa verið hönnuð af flugmönnum, flugkennurum og verkfræðingum til að búa til þjálfunartól sem eiga sér engan líka. Þau eru byggð úr alvöru Diamond flugvélahlutum með alvöru stjórntækjum, hágæða myndefni og OEM flugdýnamísk módel sem haga sér alveg eins og í raunveruleikanum.

  • Spóla til baka og endurtaka: Náðirðu því ekki rétt í fyrsta skiptið? „Spólaðu til baka“ og prófaðu aftur. Þú getur gert mun fleiri lendingartilraunir í hverri kennslustund heldur en í alvöru flugvél.

Redbird MCX

Redbird MCX flughermirinn er hreyfanlegt þjálfunartæki og er notað stöðugt yfir alla þjálfunina. Hann er fullkominn fyrir byrjunarkennslu í blindflugi (IFR) þar sem hægt er að þjálfa í ákveðnum aðstæðum í afslöppuðu umhverfi með kennara, og hann er frábær viðbót við venjulega flugþjálfun. Þó svo að þess sé ekki krafist að læra í flughermi með fulla hreyfingu á þessu þjálfunarstigi, bætir hún ákveðnu raunveruleikastigi við þjálfunina og er mikilvæg fyrir nemandann. Flughermirinn er með fjölmörg vélarsnið og hægt er að breyta stjórnborðinu fyrir Diamond DA20, DA40 eða DA42 þjálfun á nokkrum mínútum.

Flughermirinn er í aðalbyggingunni okkar svo nemendur fá auðveldan aðgang að honum.

Við notum vefkökur til að bjóða þér upp á bestu netupplifunina. Með samþykki þínu samþykkir þú notkun á vefkökum í samræmi við stefnu okkar.